Seðlabanki Íslands hefur fyrir hönd ríkissjóðs samið um endurgreiðslu á hluta útistandandi sambankaláns. Bayerische Landesbank var leiðandi lánveitandi.

Að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar er lokagjalddagi lánsins í september 2011. Ísland hefur endurgreitt 225 milljónir evra að nafnvirði, jafnvirði um 34,7 milljörðum króna á núverandi gengi, af samtals 300 milljónum evra.

Segir að þessi tilhögun sé liður í traustri lánaumsýslu og lausafjárstýringu ríkissjóðs Íslands.