Ítalska ríkisstjórnin þarf að taka um 20 milljarða evra lán til þess að styðja við banka landsins, sem hafa staðið höllum fæti upp á síðkastið. Frá þessu er greint á BBC .

Sér í lagi hefur staða Monte dei Paschi verið slæm, en þessi elsti banki Evrópu, og þriðji stærsti banki Ítalíu er á barmi gjaldþrots og líklegt er að það falli í skaut ríkisins að bjarga honum. Bankinn þarf að safna 5 milljörðum evra fyrir mánaðar. Talið er líklegt að ítalska ríkið hlaupi undir bagga í þessari viku.

Viðskiptablaðið hefur fjallað talsvert um bankann sem hefur rambað á barmi gjaldþrots í talsverðan tíma. Bankinn hefur lánað út talsvert af fé, sem erfitt gæti að innheimta.

Nýr forsætisráðherra Ítala, Paolo Gentiloni, þarf að lifa við talsverðan þrýsting vegna málsins, en fjárfestar tapa talsvert ef að Evrópusambandið þarf að borga bankana út (e. bailout).

Gentiloni hefur sagt að það sé á ábyrgð ríkisins að tryggja innistæður einstaklinga og það væri „varúðarráðstöfun“ að tryggja sér lánið til að aðstoða bankana.