Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group og FL Group, er maður ársins 2007 í íslensku viðskiptalífi, að mati dómnefndar Markaðarins, viðskiptakálfi Fréttablaðsins. Í öðru til fjórða sæti sitja Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins.

Það sem stendur upp úr í viðskiptalífinu, að mati dómnefndar Markaðarins, er sala Novator á búlgarska símanum BTC, velgegni Icesave, innlánsreiknings Landsbankans, og hlutfjáraukning Baugs í FL Group.

Verstu viðskipti ársins, að mati dómefndar Markaðarins, voru kaup og sala FL Group á AMR, einu stærsta flugrekstrarfélagi Bandaríkjanna, segir í fréttinni.