ISM-vísitalan, sem mælir vöxt í bandaríska þjónustuiðnaðinum, mældist 51,7 stig í maímánuði, og lækkaði um 0,3 stig frá því mánuðinum á undan.

Hagfræðingar höfðu að meðaltali spáð því að vísitalan myndi mælast 51,1 stig.

Mæling yfir 50 bendir til vaxtar í þjónustugeiranum á meðan mæling undir 50 er vísbending um samdrátt.