Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur, líkt og verð á öðrum hrávörum, sveiflast mikið á árinu. Framan af ári hækkaði kaffið mikið í verði og í byrjun maí fór verð á svokölluðum Coffee ’C’- samningum yfir 300 sent á pundið (454 grömm) en umræddir samningar eru þeir algengustu á hrávörumörkuðum.

Síðan þá hefur verð ýmist hækkað eða lækkað eins og gengur og gerist en þó aldrei farið yfir 300 senta markið aftur, þó að nokkrum sinnum hafi það nálgast 300 sentin og farið yfir 290 sent – nú síðast í byrjun september.

Þetta teljast sjálfsagt gleðifréttir á meðal kaffiþambara en að sögn Aðalheiðar Héðinsdóttur, forstjóra og stofnanda Kaffitárs í Reykjanesbæ, mun þeir þó þurfa að bíða eitthvað uns kaffisopinn verður ódýrari.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.