*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Fólk 4. apríl 2017 11:39

Karen Kjartansdóttir til Aton

Aton hefur ráðið Karen Kjartansdóttur til starfa hjá fyrirtækinu. Karen starfaði áður sem samskiptastjóri SFS.

Ritstjórn

Aton hefur ráðið Karen Kjartansdóttur til starfa hjá fyrirtækinu. Áður starfaði Karen sem samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) á árunum 2013 til 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Hún hefur einnig talsverða reynslu af fjölmiðlastörfum, sem blaðamaður og pistlahöfundur á DV og á Fréttablaðinu og síðar fréttamaður og varafréttastjóri á Stöð 2. Einnig hefur Karen unnið fjölda trúnaðarstarfa fyrir félög í atvinnulífinu, meðal annars að því að efla tengsl milli atvinnulífs og menntastofnana, og halda utan um skipulag á ráðstefnum og málþingum vegna málefna atvinnulífsins.

Karen útskrifaðist með MBA gráðu árið 2016 frá Háskólanum í Reykjavík og er með BA gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands.