Fé­lögin Álfa­kór og Inn­ís, sem áður fóru fyrir 50% hlut í Sam­hentum Kassa­gerð hf., hafa, í gegnum einka­hluta­fé­lagið ML10 ehf., aukið við eignar­hlut sinn í fé­laginu með kaupum á hluta­fé Ás­geirs Þor­varðar­sonar og Bjarna Hrafns­sonar.

Inn­ís er meðal annars í eigu Jóhanns Odd­geirs­sonar, fram­kvæmda­stjóra Sam­hentra Kassa­gerða. Álfa­kór er í eigu Birnu Lofts­dóttur, Lofts Bjarna Gísla­sonar og Sól­veigu Birnu Gísla­dóttur en félögin hafa nú eignast Samhentir Kassagerð að fullu.

Bjarni, var einn upp­haf­legra stofn­enda Sam­hentra árið 1995, og Ás­geir, frá­farandi stjórnar­for­maður fé­lagsins. Í til­kynningu um kaupin segir að þeir hafi báðir gegnt lykil­hlut­verki í upp­byggingu og vexti fé­lagsins á um­liðnum árum og það er fé­laginu mikil­vægt að Bjarni muni á­fram verða fé­laginu til ráð­gjafar næstu 12 mánuðina eftir kaupin.

Kaupin eru gerð með fyrir­vara um sam­þykki Sam­keppnis­eftir­litsins. Eldjárn Capital var ráðgjafi seljenda í viðskiptunum en fyrirtækjaráðgjöf Arion banka annaðist ráðgjöf við kaupendur.

„Við erum bjart­sýn á fram­tíð fyrir­tækisins og stefnum að því að veita á­fram bestu um­búðar­lausnir fyrir ís­lenska markaðinn,“ segir Jóhann, sem þakkaði jafn­framt Bjarna og Ás­geiri fyrir þeirra fram­lag í upp­gangi fé­lagsins í gegnum tíðina.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá um miðjan mars þá gekk fé­lagið frá sam­komu­lagi um kaup á Formar ehf. en hið síðar­nefnda er nýtt fé­lag sem var stofnað utan um reksturinn á frauð­plast­deild Borgar­plasts að Ás­brú í Reykja­nes­bæ eftir söluna á hverfi­s­teypu­verk­smiðju til Um­búða­miðlunar.

Um­breyting, fram­taks­sjóður í rekstri Alfa Fram­taks, keypti Borgar­plast og Plast­gerð Suður­nesja árið 2018.

Kaup­verðið er ekki gefið upp í við­skiptunum en sam­kvæmt heimildum Við­skipta­blaðsins var velta For­mars ehf. um 500 milljónir í fyrra.

„Formar fram­leiða frauð­plasts­kassa og ein­angrun fyrir ís­lenska markaðinn en það eru vörur sem við höfum til þessa ekki getað boðið upp á í okkar vöru­línu. Við erum spenntir fyrir því að geta breikkað út vöru­línu okkar og boðið frauð­plasts­lausnir til okkar við­skipta­vina,“ segir Jóhann.

Tekjur um 7 milljarðar árið 2022

Sam­hentir Kassa­gerð hagnaðist um 431 milljón króna árið 2022 eftir að hafa hagnast um 339 milljónir árið áður.

Rekstrar­tekjur námu 6,8 milljörðum og jukust um 11% milli ára.

Í skýrslu stjórnar í árs­reikningi segir að reksturinn hafi gengið vel og í sam­ræmi við á­ætlanir. Bent er á að EBITDA hafi batnað um 202 milljónir milli ára.