Kaupþing banki varði um 150 milljörðum króna til kaupa á eigin bréfum frá árinu 2007 þangað til bankinn var yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu í október 2008, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Eru þessi umfangsmiklu kaup á eigin bréfum, sem einnig voru stunduð í Glitni og Landsbankanum, eitt af því sem lagt er til grundvallar hjá embætti sérstaks saksóknara í rannsókn á allsherjar markaðsmisnotkun stjórnenda bankanna.

Umfang viðskiptanna hafa verið greind fyrir hvern banka fyrir sig og voru gögnin send frá Fjármálaeftirlitinu til saksóknara í kjölfarið.

Rannsókn á viðskiptum Kaupþings með eigin bréf er komin lengst og nam tap bankans vegna þessara viðskipta á tímabilinu 15 milljörðum króna, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .