Kaupþing banki hefur aukið hlut sinn í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand ASA í 4,6% úr 3,7%, segir í frétt norska dagblaðsins Aftenposten.

Eftir viðskiptin er Kaupþing fjórði stærsti hluthafinn í félaginu, en bankinn hefur margoft verið orðaður við hugsanlega yfirtöku á Storebrand.

Kaupin voru gerð í gegnum Arion safnreikning, félag í eigu Kaupþings banka. Kaupverðið var ekki gefið upp.