Japönsk stjórnvöld hyggjast auka útgjöld ríkissjóðs til nær allra málaflokka á þessu ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Á sama tíma er hægt á skuldasöfnun og dregið úr lántökum. Er þetta gert til að takastá við tvíþættan vanda í ríkisfjármálum í Japan, lágum hagvexti annars vegar og íþyngjandi skuldum ríkissjóðs hins vegar.

„Fjárlögin munu bæði hjálpa til við að reisa við hagkerfið og styrkja ríkisfjármálin,“ segir Shinzo Abe, fjármálaráðherra Japans eftir að frumvarpið hafði verið samþykkt í ríkisstjórn. Fjárlagaárið í Japan hefst þann 1. apríl. Japönsk stjórnvöld stóla nú á auknar skatttekjur í ljósi þess að japönsk fyrirtæki skila mörg hver methagnaði í kjölfar lækkunar á gengi jens gagnvart Bandaríkjadal undanfarin tvö ár. Þá voru neysluskattar hækkaðirí apríl á seinasta ári.