*

mánudagur, 18. nóvember 2019
Erlent 7. janúar 2013 11:39

Kínverjar skoða Daimler

Kínverskur ríkisfjárfestingasjóður er sagður íhuga kaup á hlut í framleiðanda Mercedes Benz.

Ritstjórn
PJ

Kínverski fjárfestingarsjóðurinn China Investment Corp (CIC) er sagður skoða kaup á 4 til 10% hlut í þýska bílaframleiðandanum Daimler. Sjóðurinn er í eigu kínverska ríkisins. Gangi þetta eftir gæti eignarhaldið á framleiðslu Mercedes Benz-bíla færst að hluta undir Kínverja.

Samkvæmt umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar af málinu var sjóðurinn settur á laggirnar árið 2007 til að halda utan um hluta af erlendum fjárfestingum kínverska ríkisins. Hann hefur frá stofnun keypt tiltölulega litla hluti í stórfyrirtækjum. Hann hefur fram til þessa keypt hluti í iðnfyrirtækjum í Frakklandi, Rússlandi, Ástralíu og víðar. Í fyrra keypti hann 10% hlut í Heathrow-flugvelli. Bloomberg hefur eftir stjórnarformanni sjóðsins að vilji sé til þess að fjárfestar í meiri mæli en áður í Bandaríkjunum og í Evrópu.