Seðlabanki Kína lækkaði óvænt stýrivexti í dag til að örva eftirspurn í hagkerfinu sem hefur liðið fyrir samkomutakmarkanir í Covid-faraldrinum og versnandi stöðu á markaðnum fyrir atvinnuhúsnæði. Financial Times greinir frá.

Seðlabankinn lækkaði vaxtakjör á eins árs lánum til bankastofnana um 10 punkta, niður í 2,75%. Um er að ræða fyrstu vaxtalækkunina á þessum kjörum frá því í janúar. Greiningaraðilar áttu von á að þeir yrðu áfram 2,85%.

Opinberar hagtölur sem birtar voru í dag leiddu í ljós að neysla og framleiðsla í Kína í síðasta mánuði var undir væntingum. Smásala jókst um 2,7% á milli samanborið við væntingar um 5% aukningu og iðnaðarframleiðsla jókst um 3,8% frá fyrra ári en greinendur áttu von á 4,6% aukningu.

Þá mældist atvinnuleysi meðal ungs fólks 19,9% í júlí sem er að það mesta frá því að mælingar hófust í janúar 2018.