Kim Jong Un hefur skipað hershöfðingjum sínum að vera reiðubúnir að skjóta eldflaugum búnum kjarnaoddum hvenær sem er í ljósi þess að óvinir ríkisins eru þegnum þess vaxandi ógn. Þetta kemur fram í fréttaflutningi ríkisfjölmiðla Norður-Kóreu.

Þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem Kim Jong Un og hátt settir embættismenn Norður-Kóreska einræðisherrans beita herskárri orðræðu sem þessarri. Síðustu mánuði hefur leiðtoginn hótað bæði Suður-Kóreu og Bandaríkjunum kjarnorkustyrjöld þó nokkrum sinnum.

Í kjölfar þess að her ríkisins gerði tilraunir með kjarnavopn hefur alþjóðasamfélagið aukið við viðskiptaþvinganir sem settar hafa verið á Norður-Kóreu. Líklegt er að þvinganirnar séu það sem vísað er til þegar Kim talar um vaxandi ógn óvina þjóðarinnar.