Sigurður Þórðar­son, fyrr­verandi settur ríkis­endur­skoðandi, sendi em­bætti héraðs­sak­sóknara og stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefndar Al­þingis við­bótar­gögn í Lindar­hvols­málinu svo­kallaða á­samt því að krefjast svara við ýmsum vafa­at­riðum sem hann telur ó­leyst í málinu.

Meðal þess sem Sigurður segir að þurfi að skoða er 375 milljón króna greiðsla sem Klakki ehf., áður Ex­ista, greiddi til slita­bús Glitnis í er­lendri mynt að beiðni slita­búsins í mars­mánuði 2016. Segir Sigurður þá upp­hæð ekki stemma við það sem Klakki greiddi kröfu­höfum.

Lindar­hvoll ehf. var stofnað í apríl 2016 og annaðist um­sýslu og sölu stöðu­leika­eigna sem ríkið fékk í hendurnar eftir sam­komu­lag við kröfu­hafa föllnu bankanna. Meðal þeirra eigna sem Lindar­hvoll kom í verð var 17,8% hlutur í Klakka en hæsta til­boðið barst frá frá BLM fjár­festingu, sem er í eigu vogunar­sjóðsins Bur­lington Loan Mana­gement, að fjár­hæð 505 milljónir króna.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði