*

fimmtudagur, 21. október 2021
Innlent 24. mars 2020 18:12

Kristján kaupir fyrir nærri milljón

Stjórnarformaður Brim bætir við sig í félaginu og á nú andvirði tæplega 50,6 milljónir króna í útgerðarfélaginu.

Ritstjórn
Brimnes er eitt af þeim skipum sem Brim hefur gert út á Íslandsmið, en Kristján Þ. Davíðsson, að neðan, er stjórnarformaður útgerðarfélagsins.
Haraldur Guðjónsson

Kristján Þ. Davíðsson formaður stjórnar Brim hefur keypt 25 þúsund hluti í félaginu fyrir tæplega milljón krónur, á genginu 38,1, sem jafnframt var lokagengi bréfa félagsins. Heildarviðskiptin með bréf útgerðarfélagsins í kauphöllinni í dag námu 21 milljón króna, og hækkuðu þau um 0,26% í viðskiptum dagsins.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrir viku síðan keypti Kristján, sem jafnframt er eigandi og framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar ehf., 102 þúsund hluti í félaginu á þá tæplega 4 milljónir króna.

Kaupverð hans þá nam 38,7 krónum á hvert b´ref en miðað við nýja gengið er heildarverðmæti þeirra 1.327.000 bréfa sem eru í eigu fjárhagslega tengdra aðila við hann, er verðmæti þeirra tæplega 50,6 milljónir króna.