Kröfuhafar Glitnis og Kaupþings hafa kynnt formönnum stjórnarflokkanna hugmyndir sínar um stofnun sjóðs sem þeir leggi hluta af krónueignum sínum í og megi nýta til mennta- og heilbrigðismála. Sjóðurinn myndi verða í eigu Íslendinga og heyra undir Ríkisendurskoðun. Fram kom í fréttum RÚV í dag að 50 milljarðar komi frá Glitni en 50 frá Kaupþingi. Hugmyndin hefur verið kynnt þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, að því er fram kom í fréttum RÚV.

Gert er ráð fyrir því að um þrír milljarða króna geti verið greiddir út úr sjóðnum á hverju ári.

Sjóður þessi kemur í stað leiðréttingarsjóðs sem átti að koma til móts við lántakendur sem lögðu sparnað sinn í fasteignakaup.