Ekki verður af verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem hefjast áttu á miðnætti. Skrifað var undir síðustu samningana skömmu fyrir klukkan átta í morgun.

Fyrstu samningarnir voru undirritaðir upp úr miðnætti en þar náðu starfsmenn um fjórtán sveitarfélaga saman við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar með var komið í veg fyrir verkfall um 7.500 manns. Í kjölfarið fylgdi Sameyki með samkomulagi bæði við ríki og sveitarfélög og að endingu náðu sjúkraliðar saman við SÍS.

Niðurstaðan þýðir að verkfallsaðgerðum sem boðaðar höfðu verið á næstu dögum og vikum falla niður. Félagsfólk í stéttarfélögunum mun þurfa að greiða atkvæði um það hvort samningarnir haldi eður ei. Atkvæðagreiðsla verður kynnt nánar síðar.

Efling og Reykjavíkurborg funduðu einnig í nótt en ekki náðist lending í deilunni. Áætlað er að fundað verði á ný kringum hádegi.