Stærsti bílaframleiðandi Rússlands, Avtovaz áætlar nú að segja upp allt að 27.600 manns til að mæta minnkandi eftirspurn.

Avtovaz er stærsti bílaframleiðandi Rússland og framleiðir Lada bifreiðarnar sem eru Íslendingum vel kunnar. Hjá félaginu starfa nú rétt rúmlega 100 þúsund manns en salan á Lada bifreiðum hefur dregist verulega saman síðustu misseri og því ljóst að félagið þarf að bregðast við með miklum aðhaldsaðgerðum en að sögn BBC hafa greiningaraðilar búist við því að um 36 þúsund manns yrði sagt upp störfum.

Þá kemur jafnframt fram að mesti vöxtur í bílaframleiðslu fram að fjármálakrísunni var í Rússlandi.