*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Innlent 26. ágúst 2018 12:03

Lækka verðmatið um 30%

Þó Capacent hafi lækkað verðmat fyrir Icelandair Group þá er nýja matið um 30% yfir markaðsvirði félagsins.

Ástgeir Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

Capacent gaf á síðastliðinn mánudag út verðmat fyrir Icelandair Group í kjölfar á uppgjöri félagsins fyrir annan ársfjórðung. Capacent lækkar verðmat sitt á félaginu um 30% frá síðasta verðmati í maí. Flugfélagið er metið á 11,9 krónur á hlut sem er þó um 30% hærra en gengi bréfa félagsins var við lokun markaða á föstudaginn.

Er verðmat Capacent jafnt bókfærðu virði eiginfjár Icelandair sem er 11,9 krónur á hlut. Að mati greinanda er gert ráð fyrir því að næstu tvö ár verði erfið í rekstri Icelandair og EBITDA verði um 122 milljónir dollara á árinu. Er það í lægri enda uppfærðrar afkomuspár stjórnenda Icelandair sem er á bilinu 120- 140 milljónir dollara. Þá er gert ráð fyrir því að 2 milljóna dollara tap verði á rekstri félagsins á þessu ári.

Sviðsmynd greinenda Capacent fyrir næstu ár er nokkuð dekkri en sú sem stjórnendur Icelandair gera ráð fyrir. Gert er ráð fyrir því að félagið muni ekki ná markmiðum sínum um 7% rekstrarhagnaðarhlutfall (EBIT hlutfall) fyrr en árið 2021 en stjórnendur Icelandair hafa gefið það út að markmið félagsins sé að EBIT hlutfall verði 7% að meðaltali á árunum 2019-2024. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.