Hlutabréf lækkuðu umtalsvert á Wall Street í dag. Sömu sögu er að segja úr kauphöllum Evrópu.  Áhyggjur af stöðu skuldugustu ríkja Evrópu olli lækkunum.

Breyting Standard & Poor’s á lánshæfismati ríkissjóðs Ítalíu um helgina úr stöðugum í neikvæðar jók á áhyggjur fjárfesta auk fylgishruns Sósíalistaflokks José Luis Rodríguez Zapatero forsætisráðherra í sveitarstjórnarkosninunum á Spáni .

Dow Jones lækkaði um 1,05%, Nasdaq um 1,58% og S&P 500 hækkaði um 1,19%.