Kjarasamningar Læknafélags Íslands losna í lok næsta viku. Samningarnir ná til um 1.250 lækna og starfa um 90% þeirra á sjúkrahúsum. Fram til þessa hefur einungis einn samningafundur verið haldinn en það var þann 1. febrúar.

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að samninganefndir félagsins og ríkisins muni funda í húsakynnum Ríkissáttasemjara á morgun.

„Miðað við hvernig þetta hefur verið hjá öðrum og almenna stemmningu í þjóðfélaginu þá grunar mig að við munum á endanum semja til skamms tíma svona,“ segir Steinunn, sem bætir því við hún sé hæfilega bjartsýn á að samningar takist fljótlega.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út fimmtudaginn 23. mars. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.