Landsbanki Kepler varð í öðru sæti í vali rannsóknarfyrirtækisins StarMine á bestu greiningaraðilum í Frakklandi 2006/2007. Starfsmenn greiningardeildar LandsbankiKepler fengu alls 13 verðlaun.

Natixis Securities varð í efsta sæti í kjörinu en Landsbanki Kepler varð fyrir ofan mörg önnur öflug fjármálafyrirtæki í Frakklandi. Starmine verðlaunaði greiningaraðila sem skiluðu fyrirtaks árangri í vali á hlutabréfumog áætluðum hagnaði á tímabilinu frá 1. júlí 2006 til 20. júní 2007.

Þetta eru enn ein verðlaunin sem Landsbanki Kepler hlýtur fyrir nákvæmni í meðmælumum kaup á hlutabréfum.  Síðasta vetur var Landsbanki Kepler í fyrsta sæti yfir bestuverðbréfafyrirtækin í Evrópu í könnun hins virta fjármálatímarits, Bloomberg Magazine,og þá var fyrirtækið einnig valið besta verðbréfafyrirtæki Frakklands í ítarlegri könnunStarMine.

Landsbankinn og dótturfélög hans eru með eina umfangsmestu greiningardeild áevrópska hlutabréfamarkaðnum, þar sem um 100 starfsmenn greina tæplega níu hundruðfyrirtæki.