Gamla Landsbankahúsið við Akratorg á Akranesi var á uppboði á dögunum selt nýja Landsbanka Íslands.

Frá þessu er greint á vef Skessuhorns en útibússtjóri Landsbankans á Akranesi segir að bankinn hafi í raun leyst húsið til sín þar sem hann var aðalkröfuhafinn í félagið sem keypti húsið á sínum tíma af LÍ.

Félagið hét Akratorg, samanstóð af eigendum nokkurra byggingafyrirtækja á Akranesi en fór í þrot.

Sjá nánar á vef Skessuhorns