Athafnamaðurinn Pálmar Harðarson hefur samið við Landsbankann um kaup á Hljómalindarreit, Brynjureit og Vatnstígsreit í Reykjavík að því er segir í frétt Morgunblaðsins .

Þar er haft eftir heimildarmönnum að ekki sé búið að ganga frá kaupunum, heldur vinni Pálmar nú að því að ganga frá fjármögnun. Hann mun standa einn að kaupunum, en hann áfasteignaþróunarfélagið Þingvang.

Í frétt Morgunblaðsins segir að Landsbankinn hafi fengið reitina í hendur við hrunið og auglýst þá til sölu fyrir skömmu.