Landsvirkjun hefur undirritað samning um 5,4 milljarða fjármögnun SEB í Þýskalandi á verksamningi sem gerður hefur verið um framleiðslu véla- og rafbúnaðar vegna Búðarhálsvirkjunar. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá Landsvirkjun en þar segir jafnframt að lánið sé á hagstæðum kjörum og til 21 árs.

Afborganir af láninu hefjast árið 2014.