Barack Obama
Barack Obama
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og forystumenn repúblika gengur illa að semja um ríkisfjármál. Er þetta fjórði dagurinn í röð sem reynt að ná samkomulagi og virðist langt í land með það. Obama vill hækka skuldaþakið.

Tveir mánuðir eru síðan bandarísk stjórnvöld fullnýttu heimild sína til skuldsetningar. Um næstu mánaðarmót er komið að skuldadögum og að öllu óbreyttu eru stjórnvöld ófær um að greiða reikninga. Ef samkomulag næst ekki fyrir þann tíma verða stjórnvöld að forgangsraða. Þannig gætu þau greitt vexti af lánum en þurft að fresta greiðslu launa opinberra starfsmanna eða eftirlauna, trygginga úr félagslega kerfinu eða launagreiðslum hermanna er fram kemur í frétt Rúv.