Matsfyrirtækið Standard & Poor’s greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs vegna langtímaskuldbindinga í íslenskum krónum í A+ úr AA- með neikvæðum horfum.

Þetta kemur fram á vef Íbúðarlánasjóðs en lækkun á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs er gerð í kjölfar lækkunar á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands

Jafnframt var lánshæfiseinkunn vegna langtímaskuldbindinga í erlendri mynt lækkuð í A úr A+ með neikvæðum horfum. Þá var lánshæfiseinkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í íslenskum krónum lækkuð í A-1 úr A-1+ og einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt A-1 var staðfest.