Þeir sem tóku gengislán hjá Íslandsbanka fá ekki sömu leiðréttingu og þeir sem tóku sambærileg lán hjá Landsbankanum. Frá þessu greinir fréttastofa RÚV.

Hæstiréttur féllst nýverið á þá skilgreiningu Íslandsbanka að lán sem bankinn veitti í íslenskum krónum sé í raun erlent lán en ekki íslenskt lán tengt gengi erlends gjaldmiðils. Hið fyrrnefnda er lögmætt en hið síðarnefnda ólögmætt.