Hlynur Þór Björnsson, framkvæmdastjóri Bálka miðlunar, segir að því miður séu dæmi þess að fólk hafi haft samband við hann vegna þess að það hafi látið glepjast af falsfréttum sem lofi skyndigróða með fjárfestingum í rafmyntum.

Sjá einnig: Stóreignafólk fjárfestir í rafmyntum

Sumir hafi verið að reyna að endurheimta fé sem lagt var inn á reikninga svikahrappa. Það sé alla jafna mjög erfitt. Aðrir hafi blessunarlega haft samband við hann áður en fé var lagt fram en vilja kynna sér þennan heim nánar. „Við viljum koma fólki í réttan farveg þannig að þau fái þá þjónustu sem það ætlar sér að kaupa. Við erum eftirlitsskyldur aðili og hér er allt upp á borðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .