*

þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Innlent 23. janúar 2020 12:50

Laun hækkuðu um tæp 5% í fyrra

Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 4,5% í fyrra, og 4,9% milli 2018 og 2019. Hækkun lágmarkslauna var 5,7% og 6,6%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 4,9% milli ára í fyrra, og 4,5% frá fyrra ári í desember síðastliðnum. Lágmarkslaun hækkuðu um 6,6% milli ára í fyrra, og 5,7% milli desembermánaða, samkvæmt frétt Samtaka atvinnulífsins um málið.

Verðlag hækkaði um 3,0% milli áranna 2018 og 2019, og 2,0% frá upphafi til enda nýliðins árs, og kaupmáttur launa jókst því um 1,8% milli 2018 og 2019, og 2,4% á árinu 2019. Kaupmáttur lágmarkslauna jókst um 3,5% milli ’18 og ’19, og um 3,6% á nýliðnu ári.

Í frétt SA kemur ennfremur fram að kaupmáttur launa hafi aukist um 26% síðastliðin fimm ár, og kaupmáttur lágmarkslauna um 32%. Þetta er um tvöfalt meiri árlegur vöxtur en síðustu þrjá áratugi, en á þeim hefur kaupmáttur launa vaxið 82% og lágmarkslauna 146%.