Starfsfólk í bönkum og sparisjóðum var með 590 þúsund krónur í meðallaun árið 2012. Ef tillit er tekið til kaupmáttar launa í þá er þetta svipað og bankafólk er með í laun í Finnlandi og Noregi, að því er fram kemur í skýrslu Samtaka fjármálafyrirtækja í Danmörku. Skýrslan kom út undir lok síðasta árs og er þar fjallað um fjölda bankastarfsmanna á Norðurlöndunum árið 2012 og þróun launa innan norræna bankageirans.

Í evrum talið eru laun íslensks bankafólks nokkuð lægri en á öðrum Norðurlöndum, en ef stuðst er við svokallað jafnvirðisgildi (PPP) kaupmáttar kemur í ljós að laun íslensks bankafólks eru sambærileg við laun í Noregi og Finnlandi.

Launin voru hæst í Danmörku eða um 20% hærri en hér á landi.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Finnur Ingólfsson vildi ekki leggja fé í Frumherja
  • Seðlabankinn eignast 500 fullnustueignir
  • Skráning Reita frestast enn
  • Íbúðalánasjóður hefur ekki gefið út skuldabréf í tvö ár
  • Arion banki gerður seljanlegri
  • Síðasta ár var ár hlutabréfanna
  • Mikið fjármagn streymir inn í hlutabréfasjóði
  • Jólaverslunin var betri en búist var við
  • Óskabarn þjóðarinnar fagnar 100 ára afmæli
  • Ríkislögreglustjóri Noregs segir árás á greiðslukerfið geta valdið algjörri ringulreið
  • Hannes Frímann Hrólfsson hjá Virðingu segist í ítarlegu viðtali vonast eftir frekari sameiningu í fjármálageiranum
  • Brynjólfur Björnsson kennir fólki á öllum aldri skriðsund
  • Nútímalistasöfnum fjölgar og hagur þeirra vænkast
  • Leiðarvísir fyrir þá sem leiðist í janúar
  • Máni og Frosti stofna Harmageddon ehf.
  • Nærmynd af Höllu Sigrúnu Hjartardóttur, stjórnarformanni FME.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni skrifar um róttæka RÚV-ara
  • Óðinn skrifar um arðsemi sæstrengs
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndasíður, VB Sjónvarp í vikunni og margt, margt fleira