Nær helmingur viðskipta dagsins í Kauphöll Íslands var með hlutabréf Kviku banka en bankinn birti uppgjör eftir lokun markaða í gær . Velta með bréf Kviku nam 2,3 milljörðum króna af 4,8 milljarða veltu dagsins. Bréf Kviku hækkuðu um 0,73% í 82 viðskiptunum.

VÍS var hástökkvari dagsins sem hækkaði um 2,88% í dag. VÍS tilkynnti að það myndi hefja endurkaup hlutabréfa sinna sem geta numið um milljarði króna miðað við núverandi gengi bréfa félagsins.

Þá hækkað hitt hreinræktaða tryggingarfélagið á markaðnum Sjóvá um 0,52% en hluthafar Sjóvár samþykktu 2,5 milljarða króna arðgreiðslu á hluthafafundi í dag.

Eimskip hækkaði um 1,22% og Marel um 1% og úrvalsvísitalan um 0,18%. Hlutabréfaverð flugfélaganna lækkaði mest í dag eða um 1,89% hjá Icelandair og um 1,57% hjá Play.