Hlutabréf lækkuðu í Evrópu í dag og voru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsins að sögn Reuters fréttastofunnar.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 0,9% og hefur ekki verið lægri í þrjár vikur.

Eins og fyrr segir leiddu bankar og fjármálafyrirtæki lækkanir dagsins. Þannig lækkaði HSBC um tæp 3% á meðan BNP Paribas, Royal Bank og Scotland, Credit Agricole og Barclays lækkuðu á bilinu 2 – 3,7% svo dæmi séu tekin.

Olíl hækkaði nokkuð í verði bæði í Lundúnum og í New York sem gerði það þó að verkum að olíufélögu hækkuðu. Þannig hækkaði BP um 1,2%, Shell  um 1,8% og Total um 1,3%.

Í Lundúnum stóð FTSE 100 vísitalan í stað við lok markaða en í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 0,6% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 1,3%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 1,4% og eins lækkaði SMI vísitalan í Sviss um 1,4%.

Í Kaupmannahöfn stóð OMXC vísitalan í stað við lok markaða en í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 0,6%.

OBX vísitalan í Osló var sú eina sem hækkaði í dag en hún hækkaði um 2,3%.