*

laugardagur, 17. ágúst 2019
Innlent 2. febrúar 2018 13:24

Lögbannið ekki staðfest í héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknar Stundina og Reykjavík Media af kröfum Glitnis vegna lögbanns á notkun gagna Glitnis.

Ritstjórn

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ekki lögbann það sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum eignarhaldsfélags Glitnis frá því 16. október í dag.

Sýknaði dómurinn fjölmiðlana af kröfum Glitnir um að þeim verði óheimilt að birta eða fá fréttir eða aðra umfjöllun sem byggð er á eða unnin upp úr gögnum úr fórum eða kerfum Glitnis.

Jafnframt dæmdi héraðsdómur að Útgáfufélag Stundarinnar ehf. og Reykjavík Media ehf. fengju hvort um sig greiddar 1,2 milljónir króna upp í málskostnað félaganna.

Mikil umræða fór af stað vegna lögbannsins sem kom í aðdraganda kosninganna og fjallaði Viðskiptablaðið ítarlega um málið og viðbrögð við því:

Stikkorð: Glitnir Stundin Reykjavík Media Lögbann