Hlutafé sprotafyrirtækisins Viss var aukið um 230 milljónir króna í lok ársins með skuldbreytingu lána frá félögum sem eru að mestu í eigu aðaleigenda Viss, þeirra Guðmundar Pálmasonar og Ingva Týs Tómassonar, stofnenda Strax.

Þá lagði Friðrik Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Viss, félaginu til 9 milljónir króna.

Viss var stofnað árið 2014 og rekur meðal annars þjónustuverkstæði fyrir farsíma og tölvur og býður upp á farsímatryggingar.

ff

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .