Alls bárust tilboð að nafnvirði 370 milljónum króna í útboði 15 ára skuldabréfaflokks Lánasjóðs sveitafélaga (LSS150224) sem haldið var fyrir helgi.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en ávöxtunarkrafa tilboða var á bilinu 5,8%-6,0%.

Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 120 milljóna króna á ávöxtunarkröfunni 5,8%. Útistandandi fyrir voru rúmir 13, 2 milljarðar króna en heildarstærð flokksins nú er um 13,3 milljarðar króna.