Það lítur því út fyrir að þau jákvæðu áhrif sem lækkun hrávöruverðs hefur haft á lífskjör á Íslandi séu nú senn á enda. Seðlabankinn spáir því að svokölluð viðskiptakjör Íslands, sem eru mælikvarði á þessi áhrif, haldist óbreytt á næsta ári og versni lítillega árið 2018. Ætla má að vænt hækkun olíuverðs hafi þar mest áhrif.

Á móti kemur að því er spáð að verð áls, einnar mikilvægustu útflutningsafurðar Íslands, haldi áfram að hækka. Alþjóðabankinn spáir því að verð áls á heimsmarkaði hækki um 3,2% í ár, og að það verði þriðjungi hærra árið 2025 en í ár. Orkusölusamningar til álvera á Íslandi eru tengdir álverði og því ljóst að þjóðarbúið myndi hagnast á hækkun þess.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .