*

föstudagur, 17. september 2021
Innlent 16. júlí 2019 13:07

LV lækkar óverðtryggða vexti um 1%

Fastir óverðtryggðir vextir sjóðsfélagalána hjá Líferyissjóði Verslunarmanna lækka um 1 prósentustig og verða 5,14%.

Ritstjórn
Lífeyrissjóður Verslunarmanna er til húsa í Húsi atvinnulífsins.
Haraldur Guðjónsson

Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur lækkað fasta óverðtryggða vexti fasteignalána til sjóðfélaga um rétt tæpt prósentustig, úr 6,12% í 5,14%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum.

Fasteignalánavextir sjóðsins hafa verið töluvert í umræðunni nýverið, en í maí var tilkynnt um 0,2 prósentustiga hækkun breytilegra verðtryggðra vaxta í 2,26%.

Sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd af stjórn VR, með Ragnar Þór Ingólfsson formann í fararbroddi, og umboð stjórnarmanna hjá sjóðnum sem sátu fyrir hönd verkalýðsfélagsins afturkallað.

Lögfræðingur Viðskiptaráðs bendir hinsvegar á að lækkunin nú sé í fullu samræmi við lánareglur, og því hæpið að tengja hana við umræðuna.

Óverðtryggðir vextir hafa farið lækkandi síðustu misseri, enda stýrivextir lækkað um 0,75% það sem af er ári, og teikn eru uppi um frekari lækkanir á næstunni.