Lykilstjórnendur Marels eru að selja hluta af bréfum sínum í fyrirtækinu. Tilkynnt var um sölu á 2.385.720 hlutum en félagið sjálft kaupir 2.701.692 hluti, fyrir um 250 milljónir króna, á sama gengi og stjórnendur selja á eða 92,5 krónur á hlut, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, selur fyrir 89,9 milljónir króna.

Pétur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sölu og markaðsferlis, selur fyrir 46,25 milljónir króna.

Lárus Ásgeirsson, forstjóri Scanvaegt, selur fyrir 44,2 milljónir króna.

Kristján Þorsteinsson, fjármálastjóri Marel Food Systems, selur fyrir 20,48 milljónir króna.

Jón Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri vöruþróunarferlis, selur fyrir 19,16 milljónir króna.