Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,09% í dag en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 3,1 milljarði króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði einnig um 0,13% og stendur því í 1.361,65 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu tæplega 4,6 milljörðum króna.

Nær öll félögin í kauphöllinni ýmist hækkuðu eða stóðu í stað í dag en mest hækkuðu bréf Marel eða um 2,16% en félagið átti í viðskiptum með eigin bréf að því er kemur fram í tilkynningu. Viðskipti með bréf félagsins námu tæpum 1,9 milljörðum króna en þau standa nú í 331,00 krónu. Næst mest hækkuðu bréf Nýherja um 2,08% í óverulegum viðskiptum.

Aðeins þrjú félög lækkuðu í virði í dag en það voru Eimskip, VÍS og Össur. Össur lækkaði mest eða um 0,67% í 70 milljón króna viðskiptum en bréf þess stóðu í 444,50 krónum við lokun markaða. Bréf Eimskips lækkaði um 0,60% í 97 milljón króna viðskiptum og standa nú í 249,50 krónum en bréf VÍS lækkuðu um 0,17% í 73 milljón króna viðskiptum og fást nú á 11,90 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 1% í dag í 3 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,1% í 3,5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,3% í 0,9 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 2,5 milljarða króna viðskiptum.