Markaðsdagur Eimskips var haldinn föstudaginn síðastliðinn á Hilton Nordica. Þar kynnti fyrirtækið fyrir viðskiptavinum og hluthöfum félagsins þjónustu Eimskips þess og starfsemi.

Starfsemi Eimskips og leiðakerfi félagsins á Norður-Atlantshafi var í forgrunni á markaðsdeginum en einnig bauðst gestum að skoða og fræðast um flutningatengdar lausnir hjá Eimskip.

Á laugardaginn var svo sérstakur vinnudagur Eimskips sem bar heitið Frá hugmynd til framtíðar. Þar komu starfsmenn og stjórnendur saman og fóru yfir ýmislegt sem viðkemur starfsemi félagsins.

Þessir þemadagar Eimskips eru nú haldnir þriðja árið í röð og var margt um manninn á Hilton Nordica í ár eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja.

Markaðsdagur Eimskips
Markaðsdagur Eimskips
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Viðar Karlsson, verkefnastjóri Alþjóðasviðs Eimskips, kynnti siglingakerfi fyrirtækisins fyrir gestum.

Markaðsdagur Eimskips
Markaðsdagur Eimskips
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, sem er til hægri á myndinni, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.

Markaðsdagur Eimskips
Markaðsdagur Eimskips
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Sets, er hér fyrir miðri mynd.

Markaðsdagur Eimskips
Markaðsdagur Eimskips
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gunnar Jónsson, Birgir Bjarnason og Helgi Sigurðsson, sem allir starfa hjá Eimskipi, ræða hér landsins gagn og nauðsynjar.

Markaðsdagur Eimskips
Markaðsdagur Eimskips
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Vel var mætt á markaðsdaginn af viðskiptavinum og hluthöfum Eimskips.