Breska verslunarkeðjan Marks & Spencer gerðist boðberi válegra tíðinda í morgun en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hrundu í kjölfar birtingar afkomuviðvörunar vegna fyrsta fjórðungs.

Sérfræðingar telja viðvöruna til marks um að tekið sé að kreppa að hjá breskum verslunarkeðjum.

Gengi hlutabréfa í  Marks & Spencer féllu um fimmtung skömmu eftir opnun kauphallarinnar í London í morgun en verslunarkeðjan tilkynnti um 5,3% samdrátt í smásölu á Bretlandi á fyrsta fjórðungi uppgjörsársins.

Stuart Rose, stjórnarformaður félagsins, tilkynnti jafnframt að markaðsaðstæður hafi versnað umtalsvert frá því að félagið birti síðasta ársuppgjör og að hann telji að þær muni ekki skána á næsta ári.