Eftir því sem lausafjárþurrðin hefur dregist á langinn hefur athygli sérfræðinga í auknum mæli beinst að skrifum hagfræðingsins Nouriel Roubini. Hann telur dramatískar vaxtalækkanir í Bandaríkjunum réttlætanlegar enda sér hann fyrir sér atburðarrás sem fær vægast sagt hár fjárfesta til að rísa.

Þrátt fyrir að óvissan í kringum atburðarrásina, sem hófst í kjölfar hrunsins á markaði með fjármálagjörninga í tengslum við bandarísk undirmálslán, hafi verið mikil töldu flestir sérfræðingar einsýnt að hún myndi hjaðna eða springa. Spurningin var bara með hvaða hætti leiðréttingin á bandaríska fasteignamarkaðnum myndi fara fram og hverjar afleiðingarnar yrðu.

Framan af töluðu menn á borð við Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að ástandið á bandaríska fasteignamarkaðnum líktist heldur froðu sem fleytti úr glasi en ekki allsherjar bólu sem myndi springa: Um væri að ræða margar litlar bólur sem myndu springa en það myndi ekki ógna sjálfu raunhagkerfinu. Á meðan hlutabréfamarkaðir héldu heilsu voru flestir sammála þessari skoðun að einhverju leyti. Hagfræðingurinn Nouriel Roubini - sem skrifar reglulega í Viðskiptablaðið - var ekki í þessum hópi.

Nánari umfjöllun af mögulegri martröð Ben Bernanke er að finna í Viðskiptablaðinu á morgun. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .