Nýtt fasteignamat tók gildi 31. desember sl. Mun það hafa áhrif á niðurfærslumörk á skuldum húsnæðislána hjá bönkunum sem enn eru ekki frágengin samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.

Breytingar á íbúðamati á höfuðborgarsvæðinu eru mjög mismunandi. Þannig hækkar íbúðamat á sjávarlóðum í Arnarnesi um 1,8% á meðan matið á íbúðum í Blesugróf lækkar um 25%.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands lækkar heildarmatið í öllum landshlutum en mismikið. Að meðaltali er lækkunin mest á höfuðborgarsvæðinu eða 10,4%. Næstmest er meðaltalslækkun heildarmatsins á Suðurnesjum, 7,4%, en minnst á Norðurlandi vestra, 0,7%.