Meðalspá greiningardeildanna var ansi nálægt  rekstrarniðurstöðu Teymis [ TEYMI ] á fyrsta ársfjórðungi, ef horft er fram hjá spá um  tap félagsins, sem skýrist af veikingu krónu.

„Þetta er alveg ótrúlega nálægt rauntölum okkar,” sagði Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis á afkomufundi félagsins í morgun.

„Við erum í nokkuð stöðugum rekstri. Við erum traust fyrirtæki, rekstrarlega er það sterkt og stendur vel. Hinsvegar erum við í vandræðum með fjármagnsliðina, eins og staðan er núna,” sagði hann.

Meðalspá greiningardeildanna um tap félagsins á fyrsta fjórðungi hljóðaði upp á 4,2 milljarða króna, en félagið tapaði 4,9 milljörðum króna..

Meðalspá greiningardeildanna um sölu félagsins á fyrsta fjórðungi hljóðaði upp á 5,97 milljarða króna, sem var reyndin. Það skeikaði þremur milljónum.

Meðalspá greiningardeildanna um EBITDA var milljarður, sem var reyndin. Það skeikaði tveimur milljónum.

Meðalspáin um EBITDA hlutfallið var 16,8%, sem var reyndin.