Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 15. mars til og með 21. mars 2013 var 120. Þar af voru 89 samningar um eignir í fjölbýli, 22 samningar um sérbýli og 9 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Þjóðskrá.

Heildarveltan var 3.970 milljónir króna og meðalupphæð á samning 33,1 milljón króna.

Í vikunni þar á undan var 108 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu. Heildarveltan í þeirri viku nam 4.790 milljónum króna, eða 800 milljónum meira en í síðustu viku, og meðalupphæð á samning var 44,4 milljónir.