*

miðvikudagur, 15. júlí 2020
Innlent 13. febrúar 2020 09:54

Meiri loðna mælist en ekki nóg

Önnur loðnumæling fann 250 þúsund tonn en þó sé mun hærri en síðast vantar enn um 150 þúsund tonn til veiða.

Ritstjórn

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu loðnumælinga sem fram fóru 1. til 9. febrúar síðastliðinn mælist heildarmagn hrygningarloðnu á miðunum við Ísland 250 þúsundum tonna.

Þá hefur ekki verið tekið tillit til áætlaðra affalla úr stofninum vegna afráns fram að hrygningu, en að minnsta kosti 150 þúsund tonn þurfa að finnast til viðbótar svo Hafrannsóknarstofnun geti mælt með veiðikvóta samkvæmt núverandi aflareglu.

Þegar Viðskiptablaðið fjallaði um stöðu loðnustofnsins í byrjun mánaðarins eftir fyrri mælingu þá fundust einungis 64 þúsund tonn, svo mælingin nú er umtalsvert hagstæðari. Eins og fram kemur í ítarlegri umfjöllun Fiskifrétta um málið er full ástæða fyrir þriðju mælingunni og eru nú viðræður í gangi við fiskiskip þeirra vegna.

Eins og fjallað var um í Viðskiptablaðinu fyrir hartnær mánuði er mikið í húfi að nægileg loðna finnist til veiða, en meðalverðmæti aflans síðustu ár hefur numið um 18 milljörðum króna.