Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir að nú sé efnahagsástandið í Þýskalandi í mikill uppsveiflu, hún segir þó að enn þurfi að gera meira til að færa þjóðina í átt að sjálfbærum hagvexti og að minkka atvinnuleysi, segir í frétt Dow Jones.

Merkel segir að efnahagur þjóðarinnar hafi staðið í stað í mörg ár, en nú sé hann í mikilli uppsveiflu. Þetta kom fram í ræðu sem hún hélt í neðri deild þýska þingsins í umræðu um fjárlög næsta árs.

Hún benti á að atvinnuleysi hafi minnkað, lánatökur hafi dregist saman. Merkel benti einnig á hagvaxtarspár efnahagssérfræðinga ríkisstjórnarinnar, sem spá því að hagvöxtur verði 1,8% á næsta ári.