Advania hélt eina af sínum reglulegu föstudagsmessum fyrir hálfum mánuði.

Þemað í þetta skipti var „Gagnlegar UT-lausnir fyrir atvinnulífið“ en fyrirlesarar voru frá sex sprotafyrirtækjum sem upplýstu fundargesti um leitarþjónustu, gagnavinnslu, upplýsingaveitur, IP-óháðan vef og menntalausnir.

Auk þess sögðu þeir Baldur Már Helgason og Jökull Jóhannsson, sem stýra svokölluðum appþróunarhópi Advania, frá þróun snjallforrita hjá fyrirtækinu.

Aðrir fyrirlesarar voru Agnar J. Ágústsson, hagfræðingur hjá DataMarket, Páll Hilmarsson hjá Gögn. is, Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar, Arnaldur Gauti Johnson, framkvæmdastjóri NordicPhotos, Bjarni Rúnar Einarsson hjá PageKite og Rakel Sölvadóttir, framkvæmdastjóri hjá Skema.

Gagnlegar lausnir Advania
Gagnlegar lausnir Advania
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Það var margt fróðlegt að heyra og sjá á fundinum. Advania heldur um 30 ráðstefnur og morgunverðafundi á árinu.

Gagnlegar lausnir Advania
Gagnlegar lausnir Advania
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi mætti á fundinn. Hannes er starfsmaður annars stærsta upplýsingatæknifyrirtækis Noregs, Evry, en þar starfa hátt í 4.000 manns. Þar vinnur hann m.a. við verkefnastjórnun og breytingastjórnun. Hannes er til vinstri á myndinni.

Gagnlegar lausnir Advania
Gagnlegar lausnir Advania
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Gestir á fundi Advania fylgdust spenntir með erindunum sem í boði voru.

Gagnlegar lausnir Advania
Gagnlegar lausnir Advania
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Gjarnan er því haldið fram að upplýsingatæknigeirinn sé karllægur. Það var ekki að sjá á messu Advania.

Gagnlegar lausnir Advania
Gagnlegar lausnir Advania
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Öll erindin á messu Advania voru geysispennandi.

Gagnlegar lausnir Advania
Gagnlegar lausnir Advania
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Hér má enn sjá að kynjahlutföllin voru nokkuð jöfn á messu Advania.