Hlutabréf í véla og bílaframleiðandanum Rolls-Royce hafa hækkað mikið það sem af er degi. Alls nemur hækkunin 13,76% þegar þetta er skrifað (09:44).

Hækkunin kemur í kjölfar tilkynningar félagsins um að það ætlaði að skera niður arðgreiðslur til að styrkja við rekstur félagsins, en það hefur átt í erfileikum undanfarið. Hækkunina má að einhverju leyti rekja til þess að búist var við því að félagið myndi birta enn aðra afkomuviðvörun, en svo varð ekki raunin. Líklegt er að áhættu fjárfestar hafi tekið sér stöðu að hlutabréfin myndu lækka en frekar og að hækkunin nú sé leiðrétting á þeim væntingum.

Arðgreiðslur voru lækkaðar í 7,1 pund á hlut búist var við arðgreiðslu sem nam 16,1 pundi á hlut. Árið 2014 voru arðgreiðslurnar 23,1 pund á hlut. Þetta er í fyrsta skipti í yfir 20 ár sem félagið dregur úr arðgreislum, en ákvörðunin nú er talin varpa ljósi á hversu mikill vandi bílaframleiðandans í er í raun og veru.

Félagið hefur einnig ráðist í niðurskurðaaðgerðir sem er ætlað að spara árlega um 145 milljónir punda, eða 26,5 milljarða króna. Þeim aðgerðum á að vera lokið fyrir lok árs 2017.